fbpx

Verðskrá

Myndir að utan og innan

15.000 kr

Myndir að utan bæði með opnar og lokaðar hurðir

Myndir að innan

Stemningsmyndir (Nærmyndir af ljósum, merkjum og öðru utan á bílnum)

Nærmyndir af mælaborði, tökkum og stýringum

360° sýning

Allur pakkinn

21.000 kr

Myndir að utan bæði með opnar og lokaðar hurðir

Myndir að innan

Stemningsmyndir (Nærmyndir af ljósum, merkjum og öðru utan á bílnum)

Nærmyndir af mælaborði, tökkum og stýringum

360° sýning

Sótt og skilað

Við bjóðum upp á að sækja og skila bílum gegn gjaldi. Verð fyrir að sækja bíl innan höfuðborgarsvæðisins er 3000 kr. Ef pöntuð er myndataka á 4 bíla eða fleiri í einu þá fellur gjaldið niður. 

Allur pakkinn

Í þessum pakka fást myndir utan af bílnum allan hringinn. Bæði með allar hurðar lokaðar og einnig með allar hurðir opnar. Bíllinn er á snúningsdisk og er myndaður á nokkurra gráða fresti og þannig fást tugir mynda af bílnum.  Þá er mögulegt að velja þær myndir sem sýna bílinn frá bestu sjónarhornunum og ákveða hvaða myndir á að birta.

Þá er bíllinn myndaður að innan, bæði fram og afturí. Mælaborð, stýri, takkar og stýringar. Dekk, skott og svo er bætt við "stemningsmyndum"  sem sýna merki, ljós og annað. 

Bíllinn er þá myndaður fyrir 360 gráðu sýningu. Þannig má snúa bílnum og skoða á alla kanta. Við skilum einnig myndbandi sem sýnir bílinn snúast sem gott er að nota við kynningar á samfélagsmiðlum. 

Myndir að utan og innan

Í þessum pakka fást myndir utan af bílnum allan hringinn. Bæði með allar hurðar lokaðar og einnig með allar hurðir opnar. Bíllinn er á snúningsdisk og er myndaður á nokkurra gráða fresti og þannig fást tugir mynda af bílnum.  Þá er mögulegt að velja þær myndir sem sýna bílinn frá bestu sjónarhornunum og ákveða hvaða myndir á að birta.

Þá er bíllinn myndaður að innan, bæði fram og afturí. 

Nánari upplýsingar

Verðskrá þessi gildir frá 1. október 2021

(Leita má tilboða fyrir stærri verkefni)

Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda 24% virðisaukaskatt. Verð á síðunni geta breyst án fyrirvara.

Get ég afbókað tíma

Já, ekkert mál er að afbóka tíma án gjalds

Hvernig er best að undirbúa þannig að myndir komi sem best út?

Það að undirbúa bílinn fyrir myndatöku skiptir mjög miklu máli. Við mælum með að bíllinn sé þrifinn bæði að utan og innan rétt áður en komið er með hann í myndatöku sem hjálpar ekki eingöngu við myndatökuna heldur líka við sölu á bílnum í framhaldi. 

Muna að tæma skott og ryksuga

Taka barnabílstóla og aðra lausahluti sem ekki fylgja úr bílnum 

Ef rigning er eða götur blautar þá skolum við bílinn og þurrkum áður en hann er myndaður

Hver er stærð ljósmynda

Myndum er almennt skilað í um 2000px á lengri kant fyrir notkun á vef. Mögulegt er að skila myndum upp að allt að 6240px en mikilvægt er að nefna ef á að nota það stórar myndir fyrirfram.

Hvenær og hvernig er efni skilað?

Myndum og 360 gráðu efni er skilað strax að myndatöku lokinni með tölvupósti.

Við geymum myndir í ár frá myndatöku. Eftir þann tíma er ekki ábyrgst að þær séu til í safni hjá Bílastúdíó


VEFHEIMAR EHF

Drangahraun 6, 220 Hafnarfjörður

Kt: 410307-0220

Hafðu samband

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

790 1010